Ávallt þarf að halda Tor-vafranum uppfærðum í nýjustu útgáfu. Ef þú heldur áfram að nota úrelta útgáfu af hugbúnaðnum, ertu berskjaldaður fyrir alvarlegum öryggisveilum sem stofna nafnleynd þinni og öryggi í hættu.

Tor-vafrinn mun áminna þig á að uppfæra hugbúnaðinn um leið og ný útgáfa gefur verið gefin út: aðalvalmyndin (≡) mun sýna grænan hring með ör sem stefnir upp og þú gætir séð skilaboð varðandi uppfærslu þegar vafrinn opnast. Þú getur uppfært annað hvort handvirkt eða sjálfvirkt.

SJÁLFVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM

Veldu 'Endurræsa til að uppfæra Tor-vafrann' í aðalvalmyndinni

Þegar þú færð áminningu um að uppfæra Tor-vafrann, skaltu smella á aðalvalmyndina (≡), velja síðan “Uppfærsla tiltæk - endurræsa núna”.

Framvindustika uppfærslu

Bíddu eftir að uppfærslan sé sótt og sett upp, síðan mun Tor-vafrinn endurræsa sig sjálfur. Þú ert þá að keyra nýjustu útgáfuna.

HANDVIRK UPPFÆRSLA Á TOR-VAFRANUM

Þegar þú ert áminnt/ur á að uppfæra Tor-vafrann, skaltu ljúka netvafrinu þínu og loka forritinu.

Fjarlægðu Tor-vafrann úr tölvunni með því að eyða möppunni sem inniheldur forritsskrárnar (skoðaðu kaflann Taka út uppsetningu til að sjá nánari upplýsingar).

Heimsæktu https://www.torproject.org/projects/torbrowser.html.en og náðu í eintak af nýjustu útgáfu Tor-vafrans, settu hana síðan upp eins og venjulega.