Onion-þjónustur (áður þekkt undir nafninu "faldar þjónustur") eru þjónustur, eins og t.d. vefsvæði, sem einungis eru aðgengilegar í gegnum Tor-netkerfið.
Onion-þjónustur hafa ýmsa kosti í för með sér fram yfir venjulegar þjónustur á hinum opinbera veraldarvef:
- Staðsetning og IP-vistfang onion-þjónustu eru falin, sem gerir andstæðingum erfitt fyrir að ritskoða eða auðkenna rekstraraðila þjónustunnar.
- Öll umferð milli Tor-notenda og onion-þjónustna er enda-í-enda dulrituð, þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort verið sé að tengjast með HTTPS.
- Vistfang onion-þjónustu er útbúið sjálfvirkt, sem þýðir m.a. að rekstraraðilar þurfa ekki að kaupa sér nafn fyrir lén.
- Vegna dulritunartækninnar sem kemur við sögu, hjálpar URL-slóðin .onion einnig Tor að tryggja að verið sé að tengjast við rétta staðsetningu og að ekki sé verið að eiga eitthvað við tenginguna.
HVERNIG Á AÐ TENGJAST ONION-ÞJÓNUSTU
Rétt eins og með önnur vefsvæði, þarftu að þekkja vistfang/slóð á onion-þjónustu til að geta tengst henni. Onion-vistfang samanstendur af 56 stöfum, mestmegnis handahófskenndir bókstafir og tölustafir, fylgt með viðskeytinu ".onion".
Þegar tengst er við vefsvæði sem notar onion-þjónustu, birtir Tor-vafrinn í slóðastikunni táknmynd af litlum grænum lauk sem stendur fyrir ástand tengingarinna: örugg og notar onion-þjónustu.
Þú getur fræðst meira um onion-vefsvæðið sem þú ert að skoða með því að kíkja á birtingu rása.
Önnur leið til að skoða upplýsingar um onion-vefsvæði væri ef vefstjóri þess hafi sett upp fyrirbæri sem kallast Onion-staðsetning (onion-location).
Onion-staðsetning er óstaðlaður HTTP-haus sem vefsvæði geta notað til að auglýsa samsvarandi onion-vef.
Ef vefsvæðið sem þú ert að skoða á sér líka onion-vefsvæði, mun birtast fjólublá áminning í staðsetningastiku Tor-vafrans með áletruninni ".onion er tiltækt".
Þegar þú smellir á ".onion er tiltækt" verður vefsvæðið endurlesið og endurbeint á tilheyrandi onion-vef.
AUÐKENNING ONION-ÞJÓNUSTU
Auðkennd onion-þjónusta er þjónusta á borð við onion-vefsvæði sem krefst auðkenningarteikns af hálfu biðlaraforrits Áður en veittur er aðgangur að þjónustunni.
Sem Tor-notandi geturðu auðkennt þig beint í Tor-vafranum.
Til að fá aðgang að þessari þjónustu, þarftu að fá aðgangsauðkenni hjá rekstraraðila onion-þjónustunnar.
Þegar komið er inn á auðkennda onion-þjónustu mun Tor-vafrinn birta tákn fyrir lítinn gráann lykil í veffangastikunni, auk vísbendingar sem birtist við yfirsvif bendils.
Settu gildan einkalykil þinn í inntaksreitinn.
VILLUR Í ONION-ÞJÓNUSTUM
Ef þú getur ekki tengst við onion-vefsvæði, mun Tor-vafrinn gefa upp sérstaka villumeldingu með upplýsingum um hvers vegna vefsvæðið sé ekki aðgengilegt.
Villur geta komið upp í mismunandi lögum: villur í biðlara (forriti notandans), villur í netkerfi eða villur í þjónustum.
Sumar af þessum villum er hægt að lagfæra með því að fylgja leiðbeiningum til að finna lausn á vandamálum.
Taflan sýnir allar mögulegar villur og til hvaða aðgerða þú ættir að taka til að leysa vandamálið.
Kóði |
Titill villu |
Stutt lýsing |
0xF0 |
Onionsite Not Found |
Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins. |
0xF1 |
Onionsite Cannot Be Reached |
Ekki er hægt að tengjast onion-svæðinu vegna innri villu. |
0xF2 |
Onionsite Has Disconnected |
Líklegasta skýringin er að onion-svæðið sé aftengt við netið. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins. |
0xF3 |
Unable to Connect to Onionsite |
Onion-svæðið er upptekið eða Tor-netið yfirhlaðið. Reyndu aftur síðar. |
0xF4 |
Onionsite Requires Authentication |
Aðgangur að onion-svæðinu krefst lykilorðs en ekkert var gefið upp. |
0xF5 |
Onionsite Authentication Failed |
Lykillinn sem þú gafst upp er rangur eða hefur verið afturkallaður. Hafðu samband við kerfisstjóra onion-svæðisins. |
0xF6 |
Invalid Onionsite Address |
Uppgefið vistfang onion-svæðisins er ógilt. Gakktu úr skugga um að þú hafir sett það rétt inn. |
0xF7 |
Onionsite Circuit Creation Timed Out |
Mistókst að tengjast onion-svæðinu, mögulega vegna lélegrar nettengingar. |
LAUSN Á VANDAMÁLUM
Ef þú nærð ekki tengingu við onion-þjónustuna sem þú baðst um, gakktu fyrst úr skugga um að þú hafir sett onion-vistfangið rétt inn: minnstu mistök munu koma í veg fyrir að Tor-vafrinn nái sambandi við vefsvæðið.
Ef onion-þjónustan sem þú ert að reyna að tengjast samanstendur af 16-stafa streng (snið útgáfu V2), þá virkar sú tegund vistfangs ekki lengur á Tor-netum.
Þú getur prófað hvort hægt sé að ná sambandi við aðrar onion-þjónustur með því að tengjast við onion-þjónustu DuckDuckGo.
Ef þér tekst ekki enn að tengjast onion-þjónustunni eftir að hafa yfirfarið vistfangið, prófaðu þá aftur síðar. Það gæti verið tímabundið tengivandamál í gangi, nú eða að rekstraraðilar vefsvæðisins hafi tekið það úr sambandi án aðvörunar.